OK… Einu sinni fyrir langa löngu VAR GAMAN AÐ HORFA Á EUROVISION. Svo mátti fara að syngja á ensku, sem er náttúrulega ekkert nema brilliant fyrir okkur íslendinga og aðra sem tala mjög “furðulegt” tungumál… en nú er alltaf verið að lengja og lengja Eurovision meira og meira og kynnarnir verða alltaf ömurlega leiðinlegri og leiðinlegri og slógu þeir allt út í þessari keppni… var bara eins og þeir kunnu ekki neitt í ensku, eins og þeir væru bara að lesa af blaði!

Hvað lögin í keppninni núna varðar, þá gat ég aðeins vorkennt Birgittu. Eins og hún er nú alveg rosalega góð söngkona, þá átti hún ekkert heima í þessari heimskulegu afskræmdu útgáfu af Eurovision. Ég hafði nú valið mér uppáhalds lagið mitt og hugsað mér hvaða lög gætu komist langt og hver yrðu alveg POTTÞÉTT á botninum… og það fór allt öfugt við það sem ég hafði ímyndað mér!!

Verstu lögin voru:

Tyrkir: Takturinn var mjög skemmtilegur á köflum, svona tyrknesk folk-tónlist, en svo var söngurinn alveg hreint út sagt HÖRMULEGUR!!! Mér fannst söngurinn passa ENGAN veginn við tónlistina og söngkonan leit út fyrir að vera Angelina Jolie með vampíru grímu! Svo eru Tyrkir ALGJÖR PLÁGA út um alla Evrópu og þess vegna fá þeir svona mörg stig.

Noregur: Meina… vá?!? Kaus fólk bara Noreg vegna þess að þetta var einhver ungur sætur strákur að spila á píanó, voða rómó og væmið? Kommon!! Hann söng illa og lagið var leiðinlegt!

Rússland: Varð fyrir MIKLUM vonbrigðum með lagið frá Tatu, og það tengist ekki neitt veikindum þeirra. Lagið var bara lélegt. Eins og þær spila góða tónlist!! Hugsa að þær fengu svona mörg stig bara vegna þess að þær eru frægar.

Austurríki: Jæja krakkar, nú skulum við drífa okkur á leikskólann! Það er svo gaman gaman á leikskólanum! Þá getum við hlustað á lagið frá Austurríki!
Þetta lag stórskemmdi keppnina. Manni fannst hún bara vera eitthvað hallærislegt grín, í staðinn fyrir hæfileikakeppni fyrir lagahöfunda og söngfólk!

Svíþjóð: Fá þeir aldrei nóg af Abba eftirhermunum??

Mér fannst Írland, Frakkland, Þýskaland, Ísland og Malta vera með fín lög!! Og það kom mér mjög á óvart að Bretland hafi ekki komist hærra, þó söngurinn hafði alls ekki verið upp á marga fiska… en það voru líka MÖRG MÖRK lög!!!!

LOKAORÐ:

Íslendingar!! Hættum að taka þátt í Eurovision. Við erum að bjóðast til að gera okkur að einhverjum brandara!

Var MJÖG ósátt við stigagjöfina!

STYTTA ÞESSA KEPPNI PLÍS!!!
Alltof aaaaaaaaaaaaaaaaallooooof löng!!!