Ég hef ákveðið að skrifa grein um öll lögin sem taka þátt í Eurovisison í Riga, Lettlandi þetta árið. Eins og alltaf eru lögin af misjöfnum gæðaklassa og ég ætla að upplýsa ykkur um það :).


Fyrst á svið erum við Íslendingar með lagið sem Birgitta syngur “Open your heart”. Þetta er ágætis lag að mínu mati en í útlöndum maður….. pffff….. þar er þetta talið vera besta Eurovisionlag sem tekið hefur þátt eða eitthvað þvíumlíkt það er svo vinsælt. Lagið er samið af Hallgrími Helgasyni og hann og Birgitta unnu saman að textanum.
Mín spá: 4-7 sæti.


Næst stígur alger furðufugl upp á svið. Sá maður heitir Alf Poier frá Austurríki með lagið “Weil der Mensch zāhlt” og virðist vera á alvarlegu sýrutrippi greyið :). Hann samdi lagið og textann sjálfur. Lagið er rosalega fyndið og skemmtilegt (þó að ég kunni ekki orð í þýsku). Allir að kjósa það!! Neinei bara djóka…
Mín spá: 26. sæti (sry Austurríki) :).


Írar eru næstir á svið með “Fly on the Wings of love” wannabe dauðans. Flytjandi er Mickey Harte með lagið sem heitir “We´we Got The World”. Þetta er alltílagilag að mínu mati.
Mín spá: 8-12 sæti.


Sertab Erener frá Tyrklandi er svo fjórða á svið með flott lag sem heitir “Every Way that I Can”. Lagið minnir mann soldið á Holly Valance eða eitthvað. Ágætis lag alveg, ég frétti að því hefði verið spáð einu af topp 5 sætunum í einhverju blaði sem er mjög virt tónlistarblað í Evrópu. Flott lag alveg!
Mín spá:1-5 sæti.


Maltverjar eru næstir á svið með rólegt og fallegt lag, góð tilbreyting að þeir syngi á ensku. Flytjandi er Lynn Chircop og lagið heitir To Dream Again. Ég var reyndar að lesa það áðan á textavarpinu að laginu væri spáð sigri en ég er ekki sammála.
Mín spá:5-10 sæti.


Bosnía og Herzegovína eru svo 6. í röðinni með lag sem heitir “Ne Brini” og er sungið á móðurmálinu að hluta en hlutar úr því eru á ensku. Flytjandi er Mija Martina. Ágætis lag, minni mann samt á eitthvað…
Mín spá: 6-10 sæti.


Portúgalar eru svo næstir með einhverja falska söngkonu sem heitir Rita Guerra og alveg obboðslega leiðinlegt lag. Lagið heitir “Deixa-me sonhar (So mais uma vez)”.
Mín spá: 20-25 sæti.

Króatar stíga svo áttundu á stokk með kraftmikið lag sem Claudia Beni flytur vel. Lagið heitir Više nisam tvoja (I Can’t Be Your Lover) og er sungið á króatísku.
Mín spá: 10-15 sæti.


Næstir á svið eru Kýpurbúar með Iglesias wannabe sem er hræðilegur í ensku! Lagið heitir Feeling Alive og flytjandi er Stelios Constantas.
Mín spá: 16-20 sæti.


Svo fara Þjóðverjar á svið með kraftmikið lag sem heitir “Let´s get happy”. Söngkonan heitir Lou og virðist vera stjarna í Þýskalandi. Textinn er um að allir eigi að vera vinir og sonna.
Mín spá: 3-6 sæti.


Þá er komið að „stjörnum” keppninnar. Já, ég er að tala um stelpurnar í T.A.T.U.
Þær keppa fyrir Rússland og syngja á rússnessku. Lagið heitir “Ņe verj, ņe boisja” og er frekar gott bara, sennilega á þetta lag eftir að vinna öruggan sigur enda eru þessar stelpur rosalega vinsælar á Evrópumælikvarða.
Mín spá: 1. sæti.


12. á svið eru Spánverjar með rosagott lag sem heitir “Dime (Tell Me)”. Flytjandi er Beth, Birgitta Haukdal Spánar :). Flott lag sem á eftir að verða athyglisvert að sjá hvar lendir.
Mín spá: 3-6 sæti.


Númer 13. eru Ísraelar með lag sem heitir “Words of Love”. Þetta lag er rosalega flott í flutningi Lior Narkis sem virðist ráða ágætlega við enskuna en samt ekkert perfect :).
Mín spá: 5-10 sæti.


Þá er komið að lagi sem margir telja sigurstranglegt. Því hollenska. Lagið heitir “One More Night” og er í flutningi Esther Hart. Gott lag sem gæti slegið T.A.T.U. við.
Mín spá: 1-3 sæti.


Þá er komið að Bretum með hiðtíbískajúropopplageinsogbretargeraþað! Þetta er samt allt í lagi lag bara. Það heitir Cry Baby í flutningi JEMYNI sem ég held að sé hljómsveit sem svipar til Spice Girls (fæ hroll á bakið).
Mín spá: 5-8 sæti.


Úkranía er næst á svið. Olexander syngur lagið “Hasta la vista”.
Þetta er soddan leiðindalag andskotinn hafi það! Hvað er málið með Úkraníu, getur þúst 10 milljóna manna land ekki reynt að gera góð lög og senda í Eurovision!
Mín spá: 22-25 sæti.

17. á svið eru Grikkirnir. Þeir hafa oft verið með fín lög en ekki í þetta skiptið. Mando syngur “Never let you go” reyndar mjög vel og hefur farið í nokkra enskutíma heyrist mér. En djöfull sökkar þetta lag feitt!
Mín spá: 10-15 sæti.


Næst kemur súkkulaðistrákur frá Noregi með glatað lag. Sry Jostein en lagið sökkar, jafnvel þó að Logi Bergmann hefði sagt að þú gætir farið alla leið. (Skrítinn maður hann Logi :). Það heitir “I´m not afraid to move on” og ég vona að þetta lag fái ekki atkvæði hjá öllum stelpunum í bekknum mínum :).
Mín spá: 15-20 sæti.


19. á svið er Louisa Baïleche frá Frakklandi sem syngur lagið “Monts et merveilles”. Þetta er rólegt lag og maður hefur ekkert gaman að því. Þannig vill maður ekki að Eurovisionlög séu.
Mín spá: 10-20 sæti.


Þá er komið að Pólverjum með lagið “Żadnych granic” með söngtríóinu Ich Troje.
1 orð: GLATAÐ! Bablað á pólsku og er alveg hræðilegt á allann hátt!
Mín spá: 18-24 sæti.


21. í röðinni eru svo sjálfir gestgjafarnir með lagið “Hello From Mars”. Flytjandi er söngrtríóið F.L.Y. Ég verð nú að segja að þessi fluga mun hrapa niður til jarðar aftur ef að þetta tecno stuff hættir ekki. Ég held að F.L.Y. verði þjóð sinni til skammar með þessu lagi.
Mín spá: 10-16 sæti.


Nr. 22 í röðinni eru Belgar með alveg gersamlega Eurovonlaust lag. Mér finnst þetta lag sem heitir “Sanomi” með URBAN TRAD sosem alveg ágætt en það á ekki eftir að ná langt. Það er mikið af flautum og sérstökum hljóðfærum í þessu lagi og flott að hafa smá DJ í því líka. Svo skemmir ekki fyrir að þessi Urban er sæt :).
Mín spá: 15-18 sæti.


Næst á svið er strákasveitin RUFFUS frá Eistlandi með hrikalega leiðinlegt lag. Lagið heitir “Eighties Coming Back” og er í þeim stíl á köflum. Ekkert meira um það að segja.
Mín spá: 20-24 sæti.


24. á svið er rúmenska söngkonan Nicole með lag sitt “Don´t break my Heart” . Þetta er ágætis lag og gæti farið langt. Obboðslega lítið um það að segja.
Mín spá: Topp 10.


Þá er komið að Svíum með dúettinn FAME (Svipað og Einar Ágúst og Telma). Lagið heitir “Give me your Love”. Þetta er hið týbíska Júratímabilslag verð ég nú bara að segja.
Mín spá: 8-13 sæti.


Slóvenar reka svo lestina með laginu “Nanana”. Karmen syngur þetta fína lag sem passar svo vel við Eurovision.
Mín spá: 5-15 sæti.


Svo er það stóra spurningin: Hvað á að kjósa??????????