Austurríki Já lag Alf Poier er alger snilld.
Alf Poier er Jón Gnarr Austurríkis og flytur hann eitt skemmtilegasta lag sem ég hef heyrt,það er frumlegt og fyndið og eitthvað sem virkilega þarf í þessa hundleiðinlegu píkipopps keppni.
Alf er 36 ára og hefur meðal annars unnið við símasölu,langhlaup,dyravörður eða blaðamaður auk þess er hann einn virtasti uppistandari í Austuríki
Í laginu syngur hann um samskipti manna og dýra á þessari jörð og annað í þeim dúr.

Hér kemur lagið þýtt yfir á Íslensku:

—————————————

Mér líkar við flest dýr á þessari jörð
en mér líkar best við litlar kanínur og birni.
Bráðum eiga öll dýrin eftir að deyja en Adam í bóli
með Evu upptekin við að endurskapa

Kanínur lifa í skóginum.Kettir í skömmtum
og kakkalakkar,lifa undir flísum
Litlar kanínur hafa stutt tríni
og kettlingar mjúka loppu
Og mamma Hollý elskar ullina sína
frá afrísku lamadýri

Munurinn á öpum og prímötum,er
ekki meiri en spagettí og pasta
en þeir sem vilja vita meira um dýr
skulu læra lífræði eða sjá upplýsingarnar
á heimasíðuni minni

Sum dýr hafa vængi
en önnur hafa klær
sum lifa úti
en önnur í dós

———————————————

Lagið er miklu flottara á Þýsku og kvet ég alla til þess að tékka á það á http://www.eirovizija.lv/public/participants/23309.html
þessum link.

Ég hef stofnað smá grínaðdáendaklúbb Austuríkis,ef þið viljið vera með í honum sendið mér þá skilaboð með gsm símanúmeri,ekkert kostar að koma í hann.
Ekkert er leiðinlegra en leiðinleg undirskrift!