Sæl öllsömul!

Nú fer verulega að styttast í stóru stundina, aðeins vika eftir!!

Mig langaði að láta vita af \“The Big Poll\”, fyrir þá sem ekki vita þá eru allar upplýsingar að finna á þessari síðu: http://www.esc2003.com/index.php

En semsagt, þá geta allir sem fá sér notendanafn tekið þátt í stórri könnun um það hvað þú heldur að þjóðin þín (nú eða þú) myndir kjósa. Þú færð lista og getur valið hvaða þjóð fær 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 10 og 12 punkta frá þér (og þjóðinni þinni).
Ég tók þátt í þessu en gerði bara hvað ég myndi kjósa.
Og það er svona:

1 points: Germany (Snilld! Skil samt ekki hvernig þetta á að tengjast kanslaranum í þýskalandi! Let\'s get happy and let\'s be gay.. all our trobles seem to faid away!…)

2 points: Ireland (Fá stig fyrir furðulega heppnað tilbrigði af Fly on the wings of love… og kallinn sem syngur á flottan gítar, og ég varð líka að gefa þeim stig í þakklætisskyni fyrir að vinna ekki í ár!!)

3 points: Cyprus (nú eru öll skástu lögin búin og varð að velja þennan viðbjóð, kannski ekki viðbjóð.. en ég er ekki alveg að fíla það.. samt skítsæmilegt svona)

4 points: Croatia (söngkonan er góð og þetta er svoldið grúví… Skemmtilegt líka þegar fólk syngur ekki á ensku!)

5 points: Romania (ágætislag :)

6 points: Estonia (þetta er ágætislag þegar maður venst því en viðlagið er ömurlegt)

7 points: Belgium (áfram svona tónlist) Hlakka til að sjá þetta á sviði.

8 points: Norway (lagið er svo sætt eitthvað og hann spilar á píanó (klapp fyrir því!) og syngur. (hann er nú líka svoldið sætur..)

10 points: Slovenia (Svona fínt Eurovision lag)

12 points: The Netherlands (asskoti fínt Eurovision lag!)

Á þessari síðu http://www.esc2003.com/index.php getið þið semsagt fylgst með stöðu mála því að stigin breytast með hverjum klukkutíma, en ath. aðeins er hægt að kjósa í dag (laugardag) og FYRIR MIÐNÆTTI Á SUNNUDAG!

Svo er hægt að hlusta á öll lögin á http://www.fortuna.is/personal/euro og þar stendur einhversstaðar til hliðar \“listen to all songs\”. En ef það virkar ekki (eins og í minni tölvu) þá getið þið hlustað á þessari ágætu hollensku síðu: http://www.songfestival.nl/
Og eitt enn: getur einhver sagt mér afhverju það er svona mikil Íslandsdýrkun á þessari hollensku síðu!!? Það er mynd af Birgittu og íslenska fánanum.. og svo er íslenska myndbandið í miklu betri gæðum og það kemur svona kynning á undan því en ekki hinum.. kíkið á þetta..

Kjósið rétt!

kv. rectum