Ég var að horfa á þessi fyrstu 3 lög og þó að Birgitta hafi borið af þá finnst mér eitthvað vanta þar, vonandi að hún sé betri live. Í sumum skotunum er hún virilega sæt(sem hún er) en í sumum nærmyndunum er förðunin ekki að gera gott, og finnst mér að hún mætti minnka aðeins “sveitaballastílinn” vera aðeins fágaðri.

En hvað er í gangi með Austurríki ?, eitthvað lókal joke eða ætli þetta sé svona cool þarna, aumingja fólkið. Þetta frá Írlandi var svona dæmigert frá þeim, finnst strax að maður kannist við lagið, einmitt úr annari Eurovison keppni.

En hvað erum við Íslendingar ananrs að stressa okkur á þessu ? Okkar tónlistarmenn eru yfirleitt að gera merkilegri hluti og fá athygli sem er miklu meira virði en að vinna þessa keppni. Ég man ekki eftir að nokkur sem hefur unnið þessa keppni hafi gert það gott síðan Abba, svo það er tvíeggjað að vinna þetta. En það er alltaf samt gaman að fylgjast með, svona eins og landsleik.