Menntaskólinn á Akureyri Ég stefni á MA eftir grunnskóla!

Menntaskólinn á Akureyri er bekkjaskóli með bóknámsbrautum til stúdentsprófs. Námið tekur að jafnaði fjögur skólaár. Unnið er að því í skólanum að finna leiðir til að stytta nemendum sem vilja og geta nám til stúdentsprófs. Í vetur er í skólanum í fyrsta sinn almenn bóknámsbraut nemenda sem teknir eru í skólann beint úr 9. bekk grunnskóla. Það er ein þeirra leiða sem farin er til að brautskrá nemendur ári fyrr en ella án þess að skerða nám þeirra.

Einkunnarorð skólans eru: Menntun - mannvirðing.