Hefur einhver annar heyrt eitthvað um þessa stærðfræðikennslubók sem er víst búið að koma upp í flestum skólum?
Ég var að heyra um hana, og, ég skil það soldið illa, en ég held að kennslan eigi að vera eitthvað í líkingu við, að krökkunum er ekki kennt!!
Þeir eiga víst að finna þetta sjálf og “reyna á skapandi hugsun” eða eitthvað, þeim er kannski (ég veit voða lítið um þetta og gæti verið að fara með rangt hérna) kenndar grundvallaraðferðirnar, s.s deiling, margföldun, samlagningur og frádráttur, en svo eiga þeir víst að finna út allar aðrar reikningsaðferðir sjálf! Oj!
Hvað eru kennarar að fá borgað fyrir í dag? Að eyðileggja framtíð barnanna? Ef þetta verður svona verða vafalaust örfá prósent af krökkum sem ná reikningnum rétt, en hin kannski komin með einhverjar kolrangar reikningshugmyndir!
Ég held að þetta verði reyndar ekki í unglingadeild eða framhaldsskóla, allavegana ekki til að byrja með (held ég), gæti alveg þróast í það *æl*!
Á að hleypa krökkum útí lífið án almennilegrar reikningskunnáttu?!

Mótmælum!<br><br>—————————–
Ef að heilinn væri nógu einfaldur til að við gætum skilið hann værum við of heimsk til að skilja hann!
_____________________________

Hugrakkasti stríðsmaðurinn er sá sem færir frið.
—————————–