Nú er ég á síðustu önn i í grunnskóla og ég þarf brátt að fara velja mér framhaldsskóla. Mig langar í MR og ég hef heyrt að hann sé einn sá elsti, besti, virtrasti...og einn sá erfiðasti. Og ég var að pæla í nokkrum atriðum: Hver er lægsta einkunn til að komast í MR og er líklegt að komast inn með lægstu einkunn? Hvað gerir námið svona krefjandi og erfitt? Ef maður dregst aftur úr í námi, fær maður enga aukahjálp? Hvernig er félagslífið í MR? Hvað eru próf oft? Hvernig munduði lýsa stærðfræðinni á náttúrufræðibraut? Hvað eru skóladagarnir yfirleitt langir? Ég væri afar þakklátur ef þessum spurningum yrði svarað.