Sælir menntskælingar nær og fjær! 

Núna er ég að byrja í framhaldsskóla í haust og set stefnuna á MH (eins og hefð er augljóslega fyrir hérna á huga... tilviljun?) og MR í annað.

Ég er greinilega óvenju vitlaus eftir aldri en ég á mjög erfitt með að skilja áfangakerfið í MH sem stendur og þá séstaklega hvernig Opna brautin virkar, og þar sem ég er nú með hana í fyrsta vali langar mig að vita hvar munurinn liggur á t.d. Opinni braut og svo Náttúrufræðibraut.

Og svo líka annað, minna mikilvægt, er ég úti á þekju með að setja MH í fyrsta og MR í annað? Er það alveg gjörsamlega óraunhæft?