Ég er að nokkru leyti sammála ykkur. En eins og við vitum öll þá er menntun máttur og því er nauðsynlegt að læra.

En eins og núna þá var ég að ljúka samræmdu prófunum og þeir skóladagar sem eru eftir af skóla eru ekkert annað heldur en bara eitthvað dútl. Við erum gjörsamleg hætt að læra neitt. Við förum bara í sund og erum úti í fótbolta og enginn lærdómur. Fyrir mína parta myndi ég mun frekar vilja fara fyrr á atvinnumarkaðinn svo að ég geti safnað mér inn pening fyrir næsta vetur.

Og það er einmitt sem að mér finnst að mætti taka til alvarlegrar íhugunar. Eins og í mínu tilfelli þá bý ég úti á landi og þarf þar af leiðandi að leigja mér íbúð í Reykjavík á næsta ári þegar ég hef skólagöngu mína á nýjan leik. Höfum við fjölskylda mín verið að skoða hinar ýmsu leigjuíbúðir og það kostar hvorki meira né minna en 50 - 60 þúsund krónur leigan á einum mánuði. Plús keyrsla fram og til baka frá lögheimili mínu til húsnæðis í bænum. Mér finnst þetta gjörsamlega hneykslanlegt. En ekki nóg með það þá er alltaf verið að lengja skólann og núna er í raun búið að hafa af manni heilan mánuð sem maður gæti notfært sér til þess að vinna sér inn smá aura svo maður lifi nú af næsta ár.

Mér fyndist þetta kanski réttlætanlegt ef að það væri í raun og veru verið að bæta við námsefnið, en það sorglega er, að svo er ekki. þetta er einfaldlega bara orðinn meiri leikskóli fyrir vikið. Og það er eitthvað sem ég tel að við þurfum ekki lengur á að halda. Við verðum einhvern tíman að læra að axla ábyrgðar á okkar eigin lífi.


TAkk fyrir
Siela.