Nú spyr ég þá sem hafa reynslu af Öldungadeildinni í MH þ.e. kvöldskólanum.

Er þetta sniðugt fyrir þá sem hafa verið í 3 ár í námi annars staðar en ætla að reyna að klára í mh?

Eru einhverjir áfangar sem eru ekki kenndir í kvöldskólanum? er maður þá ekki endalaust lengi að dragast með aukaáfangana sem eru ekki kenndir þar??

Ef þið hafið almennt einhverjar athugasemdir eða ráð varðandi þetta kerfi þá eru allt svoleiðis mjög vel þegið.

Kv. einn ráðvilltur.