Ég er í 10.bekk og tók nýlega samræmt próf í stærðfræði. Fyrsta spurningin á prófinu var svona:

Kládíus keisari Rómar var við völd frá árinu XLI til ársins LIV.
Hve lengi ríkti Kládíus?
A 5 ár
B 6 ár
C 13 ár
D 14 ár

Hann var semsagt keisari frá 41 til 54. Valdatími hans var minnst 12 ár og 1 dagur en mest 13 ár og 364 dagar. Hinsvegar náði valdatími hans yfir 14 dagatalsár.

Ég svaraði D 14 ár, en samkvæmt Námsmatsstofnum er það vitlaust og rétta svarið er C 13 ár.

Hverju hefðuð þið svarað við spurningunni?
Og finnst ykkur svona tvíræð spurning eigi heima á samræmdu prófi?

Þrjár aðrar spurningar voru felldar út úr prófinu því þær voru gallaðar en þessi var látin standa.

PS: Hinn raunverulegi Kládíus var keisari frá janúar 41 til október 54, samtals 13 ár og 9 mánuði.