er alveg föst á þessu dæmi

Jósafat hjólar á 20 kílómetra hraða á klukkustund í hásuður
eftir beinum vegi. Á því augnabliki, sem hér um ræðir, endar vegurinn 10
kílómetrum sunnan við Jósafat. Sjö kílómetra í háaustur frá þeim stað þar sem
vegurinn endar er áfangastaður Jósafats. Utan vegar er kargaþýfi þar sem ekki
er unnt að hjóla. Ef við gefum okkur að Jósafat geti klöngrast gegnum móana á
8 kílómetra meðalhraða á klukkustund, hvenær á hann þá að sleppa hjólinu og
taka til fótanna til að komast sem fyrst á áfangastað.