Ég á nokkrar bækur sem fólkið í skiptibókamarkaðinum vildi ekki taka við. Ég hef ekki hugsað mér að selja þær dýrt ef ég næ yfir höfuð að selja þær, en það sakar ekki að auglýsa.

Delfin teil 1 - lektionen 1-7. Búið að skrifa í hana (og fara yfir svörin), en ef þú nennir ekki að læra er það bara betra.
Lagune 2 - Arbeitsbuch. Kennd í Verzló. Búið að svara köflum 1-15 en restin er auð.
Stjörnunar í Konstantínópel. Fínt ástand, nánast aldrei opnuð.
Frá lærdómsöld til raunsæis - íslenskar bókmenntir 1550-1900. Mjög illa farin kápa, en innihaldið er í ágætis ásigkomulagi. Búið að glósa og highlight-a helling sem hentaði mér mjög vel upp á að vera fljót að finna svör.
Brother Grimm. Nútímaskáldsaga byggð á Grímsævintýrunum. Var kennd í ensku 603 þegar ég tók áfangann, en er ágætis afþreyingarbók ef þú fílar að lesa thrillera á ensku.

Bjóddu ef þú hefur áhuga.
We're all mad here