Ég er alveg lost núna um hvað mig langar að læra. Er að klára fyrsta árið í VMA, og bókstaflega þoli þennan skóla ekki lengur. Ekkert félagslíf, fólk leggur engan metnað í námið, krakkar sem ég er með í tímum væla endalaust, og virðast ekki kunna neitt.
Mig langar í skóla sem ég get verið stolt af að hafa farið í. Er ekki að segja að VMA sé lélegur skóli, bara hentar mér ekki.
Ég væri til í að fara í MA, en þá bara á Listnámsbrautina þar (Tónlistarbraut), en þá þarf ég að redda miðprófi og vesen, og yrði langt á eftir jafnöldrum mínum.
Er á listnámsbraut í agunablikinu, í VMA, en er svolítið efins um hvað ég eigi að gera ef ég verð stúdent þaðan?
Langar líka í sálfræði eða eitthvað.
Fokkittt, ég get ekki valið…
Any tips? Svona hvað sé best að læra, og hvað bíður uppá mest eftir stúdentspróf?
Og jaá, ef ég færi í grafíska hönnun, hvað gæti ég gert með það?