Hefur einhver reynslu af sumarskólanum hjá FB? Var að íhuga að fara í sumar og taka 2 áfanga, googlaði þetta en fann ekki mikið. Sá að einingin kostar 6200 sem þýðir þá að 6 einingar eru tæplega 40 þús kall, svo kostar náttúrlega eitthvað inn. Ætlaði að taka ísl 403 og Lan 103. Ætlaði í ísl 403 því ég á 40 einingar eftir á 2 önnum og ætlaði að taka nokkra kjörsviðs og e.t.v. 1 valáfanga sem ég á eftir á næstu önn sem eru ekki kenndir á vorönn, svo nenni ég ekki aftur í landafræði í skólanum mínum. Kennarinn veit ekkert hvað hann er að kenna okkur og ég held að ég meiki ekki aftur heila önn þarna. Vill helst taka þetta á tempói í sumarskóla.

Hins vegar vill ég ekki vera að borga handleggi í eitthvað sem er ekki þess virði, þannig að ég væri til í að fá ykkar álit á þessu. Megið líka alveg segja mér hvað það kostar í sumarskólann og svona. Hvaða tíma er kennt á? Heyrði að það væri eftir 4 á daginn, en ég ætla ekki að fullyrða neitt. Endilega ef einhver hefur reynslu á þessu, miðlið eins miklum upplýsingum um þetta og hægt er.

Bætt við 8. mars 2011 - 22:58
Djöfull er ég flottur á því, byrjaði á því að googla og fann ekkert. Datt ekki einu sinni í hug að leita aðeins á heimasíðu FB. Fann hérna nokkrar upplýsingar en það er ekkert um verðið, veit núna hvaða dag kennsla byrjar og kl hvað og allt það.