Þannig er mál með vexti að ég er að læra húsasmíði, jújú nám sem ykkur flestum
þykir líklegast geðveikt easy að læra og allt það en svo er ekki. Aðalástæðan er
sú að ég hata kennarann minn, þetta er bara einn mesti fáviti í heiminum og fékk kennsluréttindin sín greinilega í seríóspakka.

Stærsta vandamálið mitt er það hversu erfitt ég á með að muna hluti og síðan svara snöggum spurningum í tímum. Ég á hinsvegar ekkert alltof erfitt með það
á blaði, síðan á ég það til að sofna í tímum sem fer einnig rosalega mikið í taugarnar á mér,
þar sem mig langar að taka eftir og læra þetta svo ég komist á endanum í námið sem mig langar í.

svo ég var að spá hvort þið hefðuð eitthver ráð til að festa hluti sem maður hefði heyrt strax í huganum og einnig gott ráð til að vera vakandi í kennslustund.

Mér gengur alveg þokkalega að leiða það hjá mér að hann sé fáviti en samt er þetta eitthvað sem mig langar að leggja af mörkum. ÖLL RÁÐ ÞEGIN!