Er með nokkur dæmi í viðbót sem væri frábært að fá útskýringu á þar sem ég fer í próf á morgun…

Ferningur hefur hliðarlengd 4 cm. Finndu radíus hrings sem hefur sama flatarmál og ferningurinn.

Rúmmál sívalnings (R=pí*r^2*h) er 314159 cm^3 og radíus hans er 50 cm. Reiknaðu hæð hans.

Fataverslun keypti inn 150 úlpur á 8000 kr stykkið án vsk. Beinn kostnaður var 45.000 kr á alla sendinguna (án vsk) og óbeinn kostnaður var 45%
a) Reiknaðu kostnaðarverð og heildarkostnað.
Kostnaðarverð = 1.245.000 og heildarkostnaður = 1.805.250
b) Verslunin gerir ráð fyrir 35% hagnaði. Reiknaðu söluverð á úlpu með vsk.
= 20.228
c) 135 úlpur seldust á fullu verði en afgangurinn var seldur á útsölu á 12.500 kr (með vsk). Reiknaðu raunverulega álagningu verslunnarinnar.
= ?

Kaupmaður kaupir inn 800kg á appelsínum á 60 kr/kg (án vsk) og beinn kostnaðir á alla sendinguna er 5000 (án vsk). Álagning er 60%. Kaupmaðurinn gerir ráð fyrir 5% rýrnun.
a) Reiknaðu söluverðið á kíló með vsk (7% vsk).
= 119kr
b) Í ljós kemur að raunveruleg rýrnun er 10%. Reiknaðu raunverulega álagningu í prósentum.
= ?

Hvernig reiknar maður álagningu?

Miklar fyrirfram þakkir fyrir þann sem getur svarað einhverju af þessu. :*:*