Langar að byrja þráð um námstækni, hver er ykkar helsta námstækni og hvað finns tykkur henta ykkur best?

Bætt við 27. nóvember 2010 - 00:21
Tel fólk ekki ná pointinu með þræðinum…

Ég er að leita eftir því námstæknum sem þið notið til þess að ná sem bestum árangri. Ekki að mig vanti ég er fínn en gaman að sjá hvað fólk sé að gera og ef einhver vill prufa sig áfram í þessu.

Svona fer t.d. undirbúningur fyrir náttúrufræðipróf fram.

Ég fylgist með svona 90% athygli í hverjum tíma á það sem kennararnir eru að segja og gera, les í 90% tilvika heima fyrir tíma um efnið sem næst verður fjallað um, þá get ég spurt þá í tímanum ef þar er eithvað sem ég skil ekki. Þegar ég veit af t.d. náttúrufræðiprófum að koma og ég sá fram á lausan tíma eins og stendur, nýti ég tímann til þess að glugga í bókina og glósa í word á tölvutækuformi. Prenta út glósurnar sem ég var að búa til og glósur sem eru á netinu (ef það eru einhverjar). Ber þær saman og kíki hvort það er eithvað áhugavert í hinum sem mig vatnar, bæti því við og svo er ég alltaf með glósurnar við hendina í timum til að bæta inn í ef kennarinn segir eh sem mig vantar og gæti nýst mér til prófa. Þegar kemur að prófum les ég allan kaflann/bókina eða það sem verið er að fara prófa úr, svara öllum spurningum ber svör mín við rétt svör.+

Þetta er svona eiginleg mitt meginferli í undirbúning við próf.

p.s. er í 10. bekk.