Sæl veriði. Var að velta fyrir mér einu. Nú útskrifast ég af Verslunarbraut um jólin og var að velta fyrir mér að fara út á land að leggja stund á íþróttafræði.

Nú bý ég í Reykjavík og veit að það er til dæmi um styrki sem fólk fær til að dveljast á heimavist meðan það er í námi. En hinsvegar heyri ég mismunandi túlkanir á honum hvort ég eigi rétt á honum eða ekki. Því sumt fólk vill meina að þessi styrkur sé bara fyrir fólk sem hefur ekki skóla í göngufæri við sig, heldur í e-rjum tugum kílómetra fjarlægð frá sér. Sem dæmi Hofsósingar og Varmahlíðarfólk, Kópskeringar og fleiri sem hafa ekki skóla í grennd við sig. Veit einhver hvort það eigi sér eitthverja stoð? Sumir eru ósammála því sem ég heyri í. Ég gleymi alltaf að hringja í LÍN og athuga þetta.

Sömuleiðis er það annað, er ekki svolítið flókið fyrir næstu önn að sækja um heimavist, styrk og inngöngu í skólan? Því skv Innu þarf umsókn um styrk fyrir næstu önn að vera lokið fyrir 15. október og þá er ekki enn búið að opna fyrir umsóknir í skólan og vistina. (Svo fólk viti stefni ég á FNV á Sauðárkróki).

Sæki ég sem sagt um styrk sér, vistina sér og skólan sér? Eða hvernig fer þetta raunverulega fram svo ég komist nú í skólan á næstu önn og hafi dvalarpláss og styrk fyrir því? :P