Sælir hugarar.

Mig langar að biðja um hjálp við tveimur dæmum sem ég á í basli við. Ég veit að stjórnendur eru ekki hrifnir af þessu og margir hugarar vilja að þetta sé bannað. Það er því allt í lagi mín vegna ef þessu verður hent út :).

Fyrra dæmið er svona:

x + x/3 = 8

Það er erfitt að ná fram öllum stærðfræði táknum, en í tilviki x/3 er x fyrir ofan strik og 3 fyrir neðan.

Seinna dæmið er svo:

x/2 + x/3 = 10

Táknin eru aftur frekar asnaleg.

Þakkir fyrir lesturinn :)
.