http://www.dv.is/frettir/2010/6/28/toku-tugi-milljona-i-ard-og-lan-fra-skolanum/

Yndislegt… Þessi maður er fasisti en setur á sig grímu þegar að þú talar við hann. Gjörsamlega óþolandi maður í þokkabót.

Bætt við 28. júní 2010 - 17:14
Yfirlýsing frá skólastjóra Menntaskólans Hraðbrautar

Í tilefni fjölmiðlaumfjöllunar um málefni Menntaskólans Hraðbrautar í dag vil ég taka eftirfarandi fram:


1. Þriggja ára þjónustusamningur skólans við ríkið rennur út í lok árs 2010. Nú er gert ráð fyrir að samningurinn verði framlengdur til eins árs.
2. Menntamálaráðuneytið hefur falið Ríkisendurskoðun að gera úttekt á starfsemi skólans, enda er kveðið á um heimild til slíkrar úttektar í gildandi þjónustusamningi. Auðvitað er ekkert við það að athuga af hálfu skólans að menntamálaráðuneytið óski eftir úttekt á starfseminni og raunar er hún eðlilegur undanfari endurnýjunar þjónustusamnings.
3. Fyrir liggur að ríkið greiðir jafn mikið með hverjum stúdent frá Menntaskólanum Hraðbraut og það greiðir með nemanda í ódýrustu framhaldsskólum landsins. Nemendur Menntaskólans Hraðbrautar ljúka hins vegar stúdentsprófi á tveimur árum og koma því mun fyrr út á vinnumarkaðinn en nemendur annarra framhaldsskóla. Okkar nemendur fara því að borga skatta til ríkisins fyrr sem því nemur. Í þessu ljósi er Menntaskólinn Hraðbraut langhagkvæmasti framhaldsskóli landsins.
4. Laun kennara skólans eru góð og samkeppnishæf. Varaformaður Kennarasambands Íslands hefur hins vegar láta hafa eftir sér að launakjörin séu lakari en í öðrum skólum. Menntaskólinn Hraðbraut og Kennarasambandið eiga nú í viðræðum um kjarasamning fyrir kennara skólans og rétti vettvangurinn til að eiga orðastað við forystu samtakanna um kjaramál er við samningaborð.
5. Arðgreiðslur til eigenda skólans eru nefndar til sögunnar í fréttum dagsins. Ég tel ekkert athugavert við hvernig staðið var að málum í þeim efnum og kvíði ekki niðurstöðu Ríkisendurskoðunar þar að lútandi.
6. Afar mikilvægt er að koma því til skila að úttekt, sem er nær lokið, á faglegu starfi skólans, leiðir í ljós það er í mjög góðu lagi og metnaður ríkir í starfseminni. Í könnun á meðal grunnnema Háskóla Íslands í apríl 2010 kom fram að 82,4% nemenda, sem komu af Hraðbraut, voru mjög ánægð með undirbúning sinn til háskólanáms. Aðeins nemendur fjögurra annarra framhaldsskóla voru jafn ánægðir með undirbúning sinn.
7. Skólastarf við Menntaskólann Hraðbraut er og verður með eðlilegum hætti. Stúdentar verða brautskráðir laugardaginn 10. júlí nk. Skólastarf hefst síðan aftur með skólasetningu þann 12. ágúst nk.

Fyrir hönd Menntaskólans Hraðbrautar,

Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri