Nú er ég mjög líklegast að snúa aftur í skóla í haust eftir nokkurt hlé vegna barneigna og verð með einn fimm mánaða gutta og einn 2 og 1/2 árs. Ég er að fara að klára námið mitt í Fjölbraut í Breiðholti og það væri mjög gott fyrir mig að fá frjálsa mætingu svo ef eitthvað kemur uppá (eins og gerist gjarnan með börn) þá þurfi ég ekki að fá skróp eða þurfa að útskýra mig fyrir kennurum og skólastjórum.

Veit einhver við hvern ég tala? Eða hvenær væri best að gera það, þegar ég fæ töfluna, fyrsta daginn í skólanum eða..?

Thx,
immurz