Úrslitin urðu þau að Fjölbrautaskóli Suðurlands sigraði Fjölbrautaskólann í Breiðholti 23:21 og komust því í fyrsta sinn í undanúrslit frá 1999. FSu hafði þægilegt forskot frá hraðaspurningunum fram að þríþrautunum, en þar var allt í járnum 3 viðureignina í röð, og voru FB-ingar óheppnir að ná ekki að stela sigrinum af FSu í seinni þríþrautinni.

Önnur lið sem komin eru áfram í undanúrslit eru Verzlunarskólinn og Menntaskólinn á Egilsstöðum.