Ég hef hugsað mér að koma mér af klakanum og ferðast sem skiptinemi með AFS til S-Ameríku (Ekvador fyrsta val, held ég) í haust og mér datt í hug að spyrja ykkur sem hafa einhverja reynslu af þessu nokkrar spurningar:

Hversu stór factor af dvölinni tengist samskiptum við aðra skiptinema á móti samskiptum við fjölskylduna sína? Eru góðar líkur að maður eignist aðrra vini sem eru í skiptinámi og eru þeir búsettir á svipuðum stað og maður sjálfur eða ræðst það bara af tilviljun?

Hversu mikilvægt er að kunna málið?/Er fjölskyldan manns og fólkið í kringum mann bara að fara að að tala native tungumálið og nix annað?
Ég spyr þar sem ég er rétt byrjaður í spænsku 103 og efast stórlega um að ég verði eitthvað reipirennandi í málinu þegar ég kæmist út, er það að fara að skemma mikið fyrir manni?

Og svolítið tengt, hvernig virkar námið þarna úti? Er algjört möst að maður kunni málið og læri eins og motherfucker? Er maður bara að læra nákvæmlega það sama og krakkarnir á manns aldri nema bara á þeirra máli?

Svör mjög vel þegin, tusen tak