Ég var að velta því fyrir mér, hvort það sé einhver hér sem getur svarað mér hvernig þessi braut virkar.
Nú er það svo að ég er í svo lélegum skóla, þar sem enginn í skólastjórninni veit neitt í sinn haus.
Ég er s.s. skráð á tónlistarbraut, eða Listnámsbraut með tónlistarkjörsviði. Þar kemur fram að nemandi verði að ljúka annaðhvort framhaldsprófi á sitt hljóðfæri, eða miðprófi á tvö hljóðfæri. Ég er búin með tvö miðpróf og fyrir það hef ég fengið 14 einingar fyrir hvort um sig.
…og mér datt svona í hug að þar sem ég þarf að stunda tónfræði, tónlistarsögu og það allt og taka próf sem er innifalið í þessum áfangaprófum. Að, þá myndi það færast sjálkrafa inn í námsferilinn.
En ég þarf víst að fá þessa áfanga frá tónlistarskólastjóranum mínum.
Þar sem þetta heitir ekki eitthvað í samræmi við framhaldsskólaáfagna, er einhver hér sem mögulega gæti sagt mér hvaða tónlistaráfnagar fylgja þessari braut??
Þar sem maður á að geta fengið 45 einingar með því að ljúka þessum áfangaprófum, þá á ég víst eftir að fá einhverjar 17 einingar inn í ferilinn.
Er einhver sem getur gefið mér það upp, s.s. nöfnin á áföngunum og hvað maður þarf að taka mikið af hvoru.
Já… ég er lika í svo lélegum tónlistarskóla, að ég er búin að mæta í tónfræði í mörg ár, og ég hef ekki fengið neitt yfir það. …S.s. ekkert er skráð.
Með fyrir fram þökk.
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann