Já, mig langar í Bakaranám. En ég veit ekki alveg hvernig þetta gengur fyrir sig.
ÉG er reyndar búin að lesa mér til um efnið og svona, að sjálfsögðu veit ég eitthvað en ég var að vonast til þess að eitthverjir gætu aðstoðað mig.
Ég samt svo efast um að eitthver eigi eftir að svara mér :(

Hvernig á ég að fara og spyrja um bakarameistara hvort að ég geti gerst bakaranemi hjá einstaklinginum?
Fer ég bara upp í bakaríið og spyr.
Og ef ég bý í reykjavík þarf ég þá að borga ferðakostnaðinn minn sjálf ef ég mundi til dæmis fara í Mosfellsbakarí?
Ekki fer strætó 4 á morgnana.
Ég er með bílpróf en á ekki bíl?
Þarf ég þarf að fara fjárfesta í einni druslu til að koma mér á milli staða?

Og er eitthver með góð ráð til að sækja um í Bakaríi?
Eitthver tips sem þið getið gefið mér?

Er að hugsa um að reyna að finna eitthvern fyrir Haustönnina 2010… þannig að þið hafið alveg þangað til þá til að svara mér!