Daginn

Langaði að forvitnast. Vitið þið hvað Samband íslenskra framhaldsskólanema er, hvert hlutverk þess er? Vissuð þið yfir höfuð að það væri til?

Þið sem eruð útskrifuð/hætt; Vissuð þið af þessu á sínum tíma? (Einnig var til félag sem hét Félag framhaldsskólanema) Nýttuð þið ykkur það?
Haldið þið að það hefði nýst ykkur ef þið hefðuð vitað af félaginu?


Tekið af http://www.neminn.is/

SÍF er Samband íslenskra framhaldsskólanema. Meginmarkmið sambandsins er að gæta að og standa vörð um hagsmuni og mannréttindi nemenda á framhaldsskólastigi.

Hlutverk SÍF eru:

Að verja réttindi framhaldsskólanema.
Að móta og samræma heildarstefnu í mennta-, kjara- og félagsmálum framhaldsskólanema.
Að halda opinni skrifstofu þar sem nemendur geta leitað upplýsinga og aðstoðar vegna alls er við kemur þeirra námi, félagsstarfi og öðrum tengdum málum.
Að vera leiðandi í upplýsingagjöf um nám á framhaldsskólastigi.
Að styðja og efla framhaldsskólanema í félagsstarfi þeirra og stuðla að auknum félagsþroska.
Markmið SÍF eru:

Að styrkja rödd ungs fólks í baráttu fyrir bættum kjörum framhaldsskólanema.
Að styðja við bakið á aðildarfélögum sínum og baráttumálum þeirra.
Að beita sér fyrir bættri menntun á framhaldsskólastigi og jafnri stöðu til náms.
Að beita sér fyrir uppbyggingu félagslegs leiguhúsnæðis fyrir framhaldsskólanema.
Að fá réttindayfirlýsingu framhaldsskólanema virta af yfirvöldum í menntamálum.
Að bæta aðstöðu nema í framhaldsskólum.
=)