Um daginn tók ég samræmdkönnunarpróf, frekar óþæginlegt að lenda í þessu þróunarferli og þessi próf voru flest létt nema stærðfræði (fannst mér). En pælingin er afhverju vorum við að taka þessi próf? Það er sagt að þetta sé bara fyrir kennara og nemendur sjálf til að kanna stöðu sína, og allt í lagi með það þangað til að ég fór að heyra að Kvennó vilji skoða útkomurnar á þessu prófi ef þú vilt komast þangað. Þó mig langi ekki beint í Kvennó þá er ég ansi hrædd um að þetta verði eins og í fyrra þar sem margir komust ekki inn í þann menntaskóla sem þeim langaði í. Hefur einhver heyrt um þetta eða er þetta bara bull?