Nafnið bendir til mega fleim stríðs en svo er ekki raunin.

Ég hef mikinn áhuga á að sækja um á Málabraut MR og mögulega fara á fornmálabraut. Það sem ég spyr er eftirfarandi.

1) Hvernig finnst þeim sem hafa farið á málabraut brautin vera?
2) Ég hef áhuga á lögfræði, sagnfræði og stjórnmálum, hvor brautin er betri í þetta?

Endilega koma með pros og cons jafnvel ef fólk er í stuði. Ég vill reyna að halda þessum þráð fleim fríum og ræða aðeins um MR og nám við skólann en ekki einhvern meting.

Takk fyrir.