OK, veit að þetta er alveg suddalega of snemma skrifað, þar sem að ég er í 9. bekk grunnskóla…en ég var að pæla hvaða skóla fólk er að mæla með fyrir minn karakter. Ég er búinn að vera að pæla í þessu núna upp á síðkastið þar sem að við erum búin að vera í náms-og starfsvals tímum og þar er mjög mikið talað um framhaldsskólana. Mér líst vel á marga en bara get ekki ákveðið mig!

Ég er afskaplega venjulegur drengur. Hef gaman af íþróttum og öllu því sem að menn hafa bara almennt gaman af. Ég er að fá einkunnir upp á 8-10 í öllum greinum og hef alltaf verið með það, sem og 10 í mætingareinkunn, bæði í fyrra og svo enn sem komið er núna.

Það er símat í mínum skóla, sem að svipar til áfangakerfis, og ég er sæmilega sáttur með það þannig að áfangakerfi er plús, en alls ekki nauðsynlegt.

Ég tel mig vera færan í flestan sjó og langar virkilega í skóla þar sem að það er mikill metnaður fyrir kennslunni, kennarar eru góðir og félagslífið gott. Einhverjar tillögur?