27. kafli, “Kvöld”
Athugaðu bls. 191: “… iss, hún er bara manneskja að hálfu leyti, það vantar á hana hitt og þetta …” Hvað vantar á Ástu Sóllilju?
28. kafli, “Bókmenntir”
Hvernig finnst þér námsefnið sem Ásta Sóllilja lærir? Af hverju vill Bjartur sjá sjálfur um menntun hennar? Finnst þér eitthvað sérstakt vanta í menntun Ástu Sóllilju?

2. Konurnar í lífi Bjarts. Hvaða konur hafa haft mest samskipti við Bjart? Hvernig hefur þeim samskiptum verið háttað? Hvaða tilfinningar ber/bar hann til þessara kvenna? Eru þær líkar eða ólíkar?
“Um nóttina dreymdi Ástu Sóllilju aftur og aftur að eplisbitinn hrykki uppúr hálsi hennar” (bls. 251); Hvernig má skýra þennan draum Ástu Sóllilju? (Sjá einnig bls. 240 og 227.)
62. og 63. kafli, “Aðgaungumiðar”, “Grettir vakir”
Hvað felst í vísunni sem Bjartur sendir Ástu Sóllilju?
64. kafli, “Samtal um draumalandið”
Hvort þeirra Gvendar eða Ástu Sóllilju líkist Bjartri meira í þessu bindi Sjálfstæðs fólks?
Endilega leiðréttið mínar stafsetninga og málfræðivillur!!