Ég var að velta fyrir mér hvernig ritgerðin ætti svona að vera sem fylgir með frumumsókninni?
Það stendur alveg á netinu, ég veit það… en ég var að tala um svona, á maður alveg að segja frá sér, bara þetta dæmi ég heiti og ég er svona gömul/gamall?

Svo er ég líka að spá hvort hún þurfi að vera á ensku eða á íslensku?
Bara svo fólk viti það þá er ég að sækja um á netinu, og vinkona mín sagði mér að hún hefði bara þurft að gera stutta grein fyrir sjálfri sér í frumumsókninni en þurft að gera enska ritgerð í framhaldsumsókninni, en á netinu stendur að ég eigi að gera 2 bls ritgerð á ensku sem fylgir þá með frumumsókninni.
Það sem ruglar mig er það að allstaðar stendur að ég þurfi að gera á ensku í frumumsókninni, en svo eru íslenskar spuringar og mér er alltaf sagt að frumumsóknin fari bara til fólksins hérna á Íslandi.

So… any advice? =)