Það er nefnilega þannig að ég var að byrja í MH og var sett í einhvern súpernörda bekk í stærðfræði >.<

Fyrsta daginn kom ég og kennarinn sagði að við ættum að vera búin að klára 60 dæmi sem við fengum á blaði og 18 dæmi í Stærðfræði 3000 fyrir mánudaginn. Hann útskýrði blöðin sem var bara venjuleg algebra, en sagði ekki neitt um dæmin í bókinni.

Síðan kaupi ég bókina og ætla mér að líta aðeins yfir þetta og þá á ég að vera að reikna Ýmis Dæmi á bls. 52 sem lítur út fyrir að vera upprifjun úr kaflanum og kennarinn er ekki búinn að kenna neitt úr kaflanum og ég skil ekki orð í neinu og hef aldrei nokkurn tíma heyrt minnst á ójöfnur, formengi, varpmengi o.fl. sem ég á að vera búin að reikna fyrir mánudaginn.

Þannig ég er að spá í hvort einhver eigi nokkuð glósur úr Stærðfræði 3000 frá því í Stærðfræði 103?
Eða ef einhver getur hjálpað mér og reynt að útskýra fyrir mér hvað í ósköpunum ójöfnur eru?

-Auðu
Life is not fair!