1. Lestu textann vandlega og svaraðu spurningum úr honum.
Þegar Árni fór í skóla í fyrsta sinn var sól og blíða. Hann hlakkaði svo mikið til að hann vaknaði klukkan sex, löngu áður en pabbi hans og mamma vöknuðu við að síminn hringdi og þulurinn í útvarpinu bauð góðan dag.
Pabbi hans fylgdi honum gangandi en skildi jeppann eftir heima enda var leiðin stutt. Þeir stönsuðu á leiðinni og horfðu á þotu fljúga um himininn og skilja eftir sig hvítt mjótt strik. Þeir gengu fram hjá vídeóleigunni Myndband sem Njörður frændi þeirra rak og var við hlið kirkjunnar.
Pabbinn leiddi svo Árna yfir götuna og kenndi honum að vara sig á bílunum.

1. Finndu tvö nýyrði og tvær nýmerkingar í textanum.
Útskýrðu hver er munurinn á nýyrði og nýmerkingu. (6)

2. Finndu þrjú tökuorð í textanum og segðu hvenær líklegt er að þau hafi komið inn í málið. (6)

3. Finndu nafnorð sem hljóðverpist í beygingu. (2)

4. Finndu sterka sögn í textanum. (2)

5. Finndu orð sem beygist með klofningu. (2)

2. Almennar spurningar úr málsögu

6. Nefndu tvö dæmi um að sérhljóð hafi fallið saman, það er eitt sérhljóð orðið til úr tveimur eldri. Á hvaða tíma er talið að þessar breytingar hafi orðið? (4)

7. Nefndu þrjár breytingar sem hafa orðið á framburði samhljóða í íslensku. (3)

8. Hvað tekur Fyrsti málfræðingurinn sér fyrir hendur í Fyrstu málfræðiritgerðinni? (4)

9. Sterkar sagnir hafa tilhneigingu til að verða veikar. Útskýrðu hvað felst í þessari fullyrðingu og nefndu tvö dæmi. (4)

10. Hvað er merkingarmið og hvernig getur það breyst? Útskýrðu með dæmum. (2)

11. Nefndu eina íslenska beygingarformdeild sem hefur glatast. (3)

12. Nefndu tvo atburði í Íslandssögunni sem hafa orðið til að enurnýja orðaforða íslenskunnar. nefndu dæmi. (2)

3. Krossaspurningar úr málsögu. Aðeins eitt svar er rétt. Hver spurning gildir 2 stig.

12. Í einni línunni hafa öll orðin ólíkan framburð eftir landshlutum. (2)
þjóta, svangur, hver, hrinda
svangur, hver, hrinda, aka
lampi, hver, aka, bogi
svangur, hver, hrinda, verða

13. Í einni línunni eru þrjú vesturgermönsk mál og eitt slavneskt. (2)
enska, þýska, danska, rússneska
enska, hollenska, pólska, þýska
enska, tékkneska, sænska, þýska
enska, þýska, íslenska, pólska

14. Í einni línunni eru tvö inntaksorð og tvö kerfisorð. (2) maður, strætisvagn, þeir, gangur
kona, og, karl, saman
kona, og, karl, ganga
kona, og, karl, hjón

15. Mestar breytingar á íslensku hafa orðið. (2) á setningaskipaninni,
á beygingarkerfinu,
á hljóðkerfinu, einkum sérhljóðum,
á hljóðkerfinu, einkum samhljóðum

16. Tökusagnir í íslensku beygjast yfirleitt. (2)
veikri beygingu,
sterkri beygingu,
blandaðri beygingu,
ekki neitt.
Endilega leiðréttið mínar stafsetninga og málfræðivillur!!