Ég var að velta fyrir mér hvort einhverjir sem komust inn í Versló séu búnir að fá gíróseðil sendan heim?
Þar sem skrifstofan er lokuð hjá þeim getur varla verið að þau sendi hann um mitt sumarið en í bréfinu sem maður fékk þá stóð að innan skamms myndi manni berast greiðsluseðill.
Mér hefur allavega ekki borist neinn greiðsluseðill en vill bara fullvissa mig um að þannig sé það hjá öllum þar sem það væri fúlt að fá óvart ekki bréf og síðasti greiðsludagurinn löngu búinn.
En já…það væri gaman að heyra í tilvonandi Verzlingum líka =) Hvernig stemningin er og svona ;)