Veit einhver hvernig maður leysir jöfnuhneppi?

Dæmi:
3x+2y=5
7x+8y=35

Svo eitthvað jöfnukjaftæði o. fl. [veit svörin, vantar hvernig á að leysa þetta]:

1. Í frímerkjafélagi er árgjaldið 400 krónur fyrir þá sem eru eldri en 16 ára en 200 krónur fyrir þá yngri. Á síðasta ári greiddu 104 félagsmenn samtals 30200 krónur til félagsins. Hve margir þeirra eru eldri en 16 ára?

2. Þrjár grænar kúlur og ein rauð kúla eru í poka. Hverjar eru líkurnar a því að draga allar grænu kúlurnar á undan rauðu kúlunni ef ein kúla er dregin af handhófi úr pokanum í einu og ekki skilað aftur?

3. Sigríður og Soffía legja samtímis af stað akandi frá Rauðavatni. Sigríður ætlar í Hveragerði, en þangað eru 32 km, og ekur 88 km/klst. að meðaltali. Soffía ætlar út á Seltjarnarnes, en þangað eru 13 km, og ekur 29 km/klst. að meðaltali. Hvor þeirra er fljótari á áfangastað og hve mörgum mínútum munar þar á?

4. Lýður leggur Lottóvinninginn sinn, 1.354.670 krónr, inn á bankabók með 8,6& vöxtum í 10 mánuði. Hve hár verður vinningurinn ásamt vöxtum að þeim tíma liðnum?

5. Hliðarlengdir jafnarma þríhyrnings eru 10, 10 og 16 cm[grunnlína]. Hvert er flatarmál þríhyrningsins? (Hvernig get ég fundið hæðina?)

A. 36 cm2
B. 48 cm2
C. 52 cm2
D. 58 cm2

6. Leggja þarf spýtu ofan á tvo staura. Þeir eru báðir í lóðréttri stöðu. Hærri staurinn er 8 metrar á hæð en sá lægri er 3 metrar á hæð. Bilið milli stauranna er 12 metrar. Hvað þarf spýtan að vera löng?

7. Formúlan F=9C/5 + 32 lýsir sambandinu á milli Celsíusgráða og Fahrenheitgráða. Einangraðu C úr formúlunni.

A. C=5F-169/9
B. C=5F-32/9
C. C=5F+32/9
D. C=5F+160/9

8. Leystu jöfnuna: 5/x-1 = 3/x
X= ?

9. 5(x+4)(x-4)-(2x+1)[seinasti sviginn er í öðru veldi] Einfaldaðu stæðuna.

Endilega svara ef þið getið. ATH. Vantar aðferðir, ekki svör.
“One is glad to be of service.”