Já hér ætla ég að koma með spurningar sem ég átti í vafa með á samræmda íslenskuprófinu.

12. Í framburði orðmyndanna ganga
og langar má stundum greina
a. norðlenskt harðmæli.
b. raddaðan framburð á undan p,t,k.
c. skaftfellskan einhljóðaframburð.
d. vestfirskan einhljóðaframburð.

Ég gerði c.

19. Hún er að ljúka við ritgerðina.
Orðmyndin við er

atviksorð.
fornafn.
forsetning.
samtenging.

Ég er nokkuð viss um að þetta sé forsetning ekki satt?

30. Hvert er megininntak ljóðsins?

Enginn talar við hann.
Grafarþögn er umhverfis hann.
Ljóðmælandanum er orða vant.
Ljóðmælandinn fær ekkert svar.

Ég sagði D. Útilokaði flest annað.

28. Hvað á ljóðmælandi við með
hugarveisluborðum?

Ástin eykur matarlystina.
Ástin gerir alla að fíflum.
Hann er staddur við veisluborð.
Hugsanir sínar um ástina.

Ég man ekki hvort ég hafi sagt B. eða D. Allavega annað hvort. En þið?

32. Fyrsta erindið er með

endurtekningu.
persónugervingu.
viðlíkingu.
vísun.

Hér sagði ég endurtakningu.

36.Hlöðver notaði sögur um bæjarhetjur
til að

fræða sögumann um plássið.
fylla upp í þagnir í eldhúsinu.
sýna hversu mikið hann vissi.
upphefja sjálfan sig.

Upphefja sjálfann sig sagði ég.

37. Síðustu móhíkanarnir voru vinir sem

höfðu flust á brott.
höfðu gengið menntaveginn.
unnu hjá útgerðinni.
voru ókvæntir.

Hér átti ég í vandræðum. Minnir að ég hafi endað á að segja menn sem voru ókvæntir.

39. Hvað hafði föður Hlöðvers fundist
um soninn fram til þess tíma er Sól
birtist?
Að hann hefði manndóm í sér.
Að hann væri frekar illa gefinn.
Að hann væri hálfgerð mannleysa.
Að hann væri útsjónarsamur.

Hvort var þetta B. eða C.?

41. Hvað finnst sögumanni benda til að Sól
sé ekki hamingjusöm?

Hlöðver reynir oft við gamlar kærustur.
Hlöðver er góður með sig.
Sól daðrar of mikið við sögumann.
Sól verður áhugalaus eftir að Hlöðver
kemur.

Ég sagði D.

50. Hvers vegna kom á óvart að
Brynhildur gekk aftur?

Hún dó af slysförum.
Hún var jarðsungin af presti.
Hún var jörðuð á allrasálnamessu.
Hún var jörðuð í kirkjugarði.

Þetta var alveg örugglega B. right?

53. Hvers vegna lætur höfundur Þorkel
vera svartklæddan?
Til að magna andrúmsloftið.
Til að mynda spennu milli persóna.
Til að sýna að hann sé af yfirstétt.
Til að sýna vald hans.

C. hér. Veit að flestir sögðu A. við þessu.

58. Hvað bendir til að Þorkell hafi
verið undirbúinn fyrir fundinn með
brytanum?

Hann er uppáklæddur í svört föt.
Hann er öruggur með sig.
Hann hefur galdratáknið meðferðis.
Hann segir Ragnfríði að hún þurfi ekki að
óttast.

Bwah, ég sagði D. hér :S


Já, ég held að það sé ekkert meira.
Endilega segið mér hvað þið svöruðuð í þessum spurningum. :)
Áttu njósnavél?