Ég er að pæla í að fara sem skiptinemi til Ástralíu á næsta ári, semsagt eftir 1 ár í menntó.

Ég var að hugsa hvort það væri einhver þarna sem hefur farið þangað sem skiptinemi eða þekkir einhvern sem hefur farið og getur sagt mér hvernig það var?
Maður er náttúrulega ekki að læra alveg nýtt tungumál og svona eins og í öðrum löndum. Er það eitthvað verra? Enskan er auðvitað mikilvæg líka :)
Allavega langar mig að vita svona það helsta um hvernig það er að vera í Ástralíu, hvað maður er að læra nýtt og svona.

Eins er ég að hugsa um lönd eins og Ítalíu og Venezuela eða önnur lönd í S-Ameríku. Mér þætti mjög gaman að heyra reynslusögur frá þeim löndum líka.