Jæja, eftir hörkuspennandi keppni stendur lið MR naumlega eftir sem sigurvegarar Gettu betur 2008. Ég hélt með MA og þótt þau hafi tapað geta þau samt montað sig af því að aldrei hefur lið þar sem stelpur eru í meirihluta komist svona langt að ég held. Síðan er alltaf gaman að MA-ingar skildur verja titilinn með besta skemmtiatriðinu, það var nú gaman að taka við þeim í fyrra :D

En hvað var þetta þegar Ma-ingar svöruðu spurningunni með íslandsmeistarann í 400 metra hlaupi? Var kallað úr salnum? Ef svo er þá er ég hálf feginn yfir að MA skildi tapa því það hefðu vafalaust orðið einhverjir eftirmálar…