Tekið af www.dv.is:

„Ég hef orðið var við mikla óánægju meðal nemenda og hef heyrt að þeir séu alvarlega að hugsa um að sniðganga úrslitin næsta föstudag. Bæði mér og öðrum nemendum finnst einkennilegt að við séum að greiða niður dagskrárgerð RÚV líkt og raun ber vitni,“ segir Vilhjálmur Bragason, Inspector Scolae við Menntaskólann á Akureyri, MA.

Nemendur í MA eru ekki þeir einu sem eru ósáttir út í framkomu Sjónvarpsins vegna þátttöku framhaldsskóla í spurningakeppninni Gettu betur. Um helgina var keppnin rædd á fulltrúaþingi nemendafélaga framhaldsskólanna þar sem nokkurar óánægju gætti með styrkveitingar RÚV til skólanna. Að mati nemenda gætir misréttis þar sem nemendur og nemendafélag utan af landi þurfa að standa straum af miklum kostnaði vegna ferðalagi á keppnir í höfuðborginni. Hver skóli fær 83 þúsund króna framkomustyrk fyrir hverja keppni og rútustyrk fyrir allt að 50 stuðningsmenn.

„Ég get ekki skafið ofan af því að okkur finnst við eigum að fá meira í okkar hlut. Við erum að senda frá okkur 300-400 manns hverju sinni og styrkir RÚV duga okkur því ansi skammt. Við erum að mæta með fjölmennt stuðningslið og áhorfendur okkar eru í rauninni sviðsmynd fyrir RÚV. Það væri náttúrlega ekki skemmtileg staða fyrir RÚV og Gettu betur mæti stuðningsmenn okkar ekki í úrslitin,“ segir Vilhjálmur og bætir því við að hann vilji fá úrslitaþáttinn til Akureyrar á föstudaginn.

Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri RÚV, hefur ekki heyrt af óánægju í þessa veru. Hann bendir á að rétta leiðin fyrir slíkar ábendingar séu í gegnum sérstakan stýrihóp keppninnar þar sem hópurinn sé skipaður fulltrúum skólanna.

Sem nemandi í MA þá verð ég að segja ég er einn af þeim sem er mjög ósáttur við RÚV. Við þurfum að ferðast 2-3 til Reykjavíkur til þess að geta stutt lið MA í gettur betur.
Hver nemandi þarf að greiða 1500 hvert sinn sem við förum og ef við komust alla leið þýðir það 4500 sem nemendur þurfa að greiða (undantekning var í ár þar sem 8 liða úrslit áttu að vera hér á Akureyri).

Ég sé bara ekki jafnræði í því að hver skóli fái 83.000 og þarf ekkert að gera meðan við þurfum að nota peninga úr nemendafélaginu, úr okkar eigin vasa og skólinn þarf að styrkja okkur. Persónulega finnst mér að auka eigi styrk fyrir okkur til þess að ferðast suður.

Hvað finnst ykkur?

http://dv.is/frettir/lesa/6158
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.