Oftast tekur maður einhverja áfanga aukalega við það sem maður er með í dagskóla. Það er hundleiðinlegt, þú færð enga kennslu, gætir lent í kennara sem nennir ekki að gera þetta og þú þarft að vinna öll verkefni mestmegnis án hjálpar (nema þú lendir á góðum kennara sem nennir að hjálpa). Sumir fíla kannski að þurfa aldrei að mæta í tíma og læra bara verkefni heima, en yfirleitt er það bara útaf leti og maður safnar upp fullt af leiðinlegum verkefnum og er langt á eftir.
Getur farið í fjarnám í t.d. FG, FÁ, VMA og Versló.