Hæhæ

Ég ætla í háskóla í haust að læra ferðamálafræði til 60 eininga og ætla síðan að taka eina grein sem aukagrein til 30 eininga. Mig langar svo rosalega að taka frönskuna sem aukagrein, elska þetta tungumál…
En ég er ekki viss um hvort það sé sniðugt þar sem að ég held að það sé allt kennt á frönsku (sem er auðvitað ekkert óvenjulegt) en ég veit ekki hvort ég sé nógu góð í frönskunni svo ég geti bara stundað námið á því tungumáli en ekki íslenskunni líka.
Ég kláraði 5 áfanga í frönsku í menntaskóla og gekk mjög vel þar en ég er bara ekki viss um hvort að það sé nóg…
Hvað finnst ykkur, ætti ég að sleppa þessu, frekar kannski að fara á einhver námskeið fyrst og síðan læra þetta almennilega eða hvað?
Ég finn til, þess vegna er ég