Vinkonur mínar sóttu um dreifbýlisstyrk í byrjun skólans og hann ætti eiginlega bara að fara í skólarútuna sem að þær þurfa að taka í skólann á hverjum morgni.
En þær hættu að taka skólarútuna og þær eru keyrðar í skólann. Svo að þá ætti allur styrkurinn að renna til þeirra, því að þær koma sér á eigin vegum í skólann.

Svo þegar að það kom að því að borga út styrkinn, fengu þær ekki krónu, og engin svör um hvert styrkurinn hefði farið.
Svo komust þær að því að styrkurinn þeirra hefði farið beint til skólans og þær fengu ekki að sjá krónu af þessu, þá erum við að tala um svona 50-60 þúsund krónur sem að þær eiga að fá.

Svo mín spruning er, hefur skólinn rétt á að gera þetta?
Í rauninni er hann bara að taka peningana frá þeim, er það ekki?



Svo ætla ég að nöldra smá..
Við erum sem sagt eini heimilislausi menntaskólinn á landinu,
það er verið að byggja skólahúsnæðið og við áttum í upphafi að flytja inn 20 ágúst.
Síðan er búið að fresta því oft og mörgum sinnum.
Síðast áttum við að flytja inn 17. desember og þá var sagt við okkur að það yrði pottþétt!
Þegar að við mættum þá, var ekki neitt tilbúið!

Svo áttum við að flytja inn í dag, allir voðalega spenntir að komast þarna inn og svona, áttum að mæta í fyrsta tímann hérna og síðan að byrja að flytja.
En nei, núna var verið að tilkynna okkur að það yrði ekki flutt inn því að það vantar klósett og vaska og svoleiðis!

Ég er gjörsamlega komin með uppí kok á þessu!