Ég er bara frekar ‘vel gefin’ (eða allavega eitthvað í þá áttina) stelpa í 9. bekk. Mér gengur vel að læra og ætla þess vegna að taka samrænduprófin í ár og bara sleppa alveg 10. bekk.

Nú er fólk að segja mér að mér eigi eftir að ganga illa í félagslífinu af því að ég sé yngri, persónulega held ég að það sé ekkert mikið til í því af því að ég umgengst mikið krakka sem eru einu og tveim árum eldri en ég og auk þess er það ekkert svo mikill munur.

En er eitthvað til í þessu hjá fólki? :S

Svo er það annað, mér gengu mjög vel í öllu nema dönskunni og er hún að valda mér áhyggjur.
Ég get lesið hana ágætlega (alls ekki nógu vel samt), á mjög erfit með að setja saman setningar og get ALLS ekki talað hana.

Einhverjir dönsku ‘tipsar’ frá ykkur?

-Ellen