Vitið þið hvaða skólar eru með fjarnám?

Málið er að ég ætlaði að taka 3 áfangá í Verzló í haust og tvo í FÁ. Svo er ég eitthvað að skottast á netinu, og sé að þessir tveir áfangar í FÁ eru ekki lengur í boði. Sem er skrýtið, þar sem ég talaði við annan kennarann (þekki hana, og hún er sú eina sem kennir þetta fag í FÁ), sem talaði eins og hún myndi alveg kenna hann í fjarnámi í haust.
Verzló er ekki með þessa tvo áfanga.
Öðrum þeirra næ ég í VMA, en ég finn Sálfræði 403 hvergi :S


Vitið þið um fleiri skóla en FÁ, VMA og Verzló sem eru með fjarnám? Ég ætlaði mér að útskrifast í desember, þetta verður að ganga upp :'(