Já, ég er hérna að sækja um í MH.. Alveg búin að staðfesta og allt en nú er ég ekki viss hvort mig langi frekar á mála- eða félagsfræðibraut. Ég er, að ég held, með betri einkunnir í tungumálunum (9 í íslensku, 8,5 í dönsku og 9,5 í ensku) heldur en í samfélagsfræðigreinunum og hef eiginlega meiri áhuga á tungumálum en það er bara eitt sem flækist fyrir mér.

Ég nenni ekki að fara á tungumálabraut ef þar verða bara stelpur. Ekki spurja..ég bara.. já. Þannig að mín spurning er; Vitiði eitthvað hvernig kynjahlutfallið er á hverri braut? Hahah, eiginlega asnaleg spurning en ég hef mínar ástæður. Jeps.
——