Jæja, nú var ég að spá :P…

Þetta kannski flokkast ekki beint í þennan flokk, en þetta tengist félagslífi ;).

Ég er nefninlega að reyna að ákveða mig í hvaða framhaldsskóla ég vil fara. Ég bý út á landi (í kringum 2 tímar frá Rvk.) og er helst með í huga, skóla sem er hérna rétt hjá mér (þannig ég gæti búið áfram heima) eða einhvern í Reykjavík (MH, Versló eða e-ð).

Ég er búin að pæla í þessu lengi, og hef velt því fram og aftur í hausnum á mér hvernig það yrði svo að fara frá öllu, öllum vinum mínum, kunningjum, heimaslóðum, fjölskyldu (ég á samt slatta í rvk. :P) og svoleiðis. Og var svona búin að sætta mig við það, myndi bara hitta fólk stundum um helgar og eignast nýja/fleiri vini. En svo fór ég að hugsa hvað ég myndi verða einmana :( *-) :P.

Mér hefur verið sagt að það geti verið mjög erfitt fyrir utanaðkomandi að koma í svona skóla á höfuðborgasvæðinu þar sem það séu oftast búnir að myndast fastir hópar, það geti verið erfitt að komast inní félagslífið og maður geti orðið dálítið félagslega einangraður.

En ég var að vonast til að heyra eitthvað af ykkar reynslu…(þá kannski aðallega utanbæjarfólki sem fór í skóla þar sem það þekkti engann)…hvernig það sé að fara svona frá öllu eitthvert þar sem maður þekkir engan. Svo er ég líka frekar feimin, þannig :S…

Endilega segið mér frá =)…
=)