Já ég er í 9. bekk að fara að taka ensku samrændu prófið, og vildi ég spurja ykkur hin sem eru búin með prófin hvort það hafi verið eitthvað létt, sem sagt hvort það þurfti mjög mikinn undirbúning. Venjulega fæ ég í kaflakönnunum og öðrum prófum (sem sagt úr bókunum sem við erum í) 9 - 10, og þá læri ég nánast ekkert fyrir það, en í byrjun hausts þá fengum við að taka gamalt samrænt próf svo að við gætum séð hvernig þau væru og þau gildu sem sagt ekkert… Ég tók það og fékk minnir mig 6.2 - 6.5 (er ekki alveg viss en eitthvað um það), og var það án undirbúnings.

Þannig að hér spyr ég ykkur, er þetta próf eins erfitt og öll hin? Enskan er mitt sterkasta fag og vil ég ná að klára hana bara núna en ég vill ekkert vera að gera einhver mistök og ekki ná prófinu því ég lærði ekki nógu mikið.

Svo vil ég einnig spurja ykkur hvaða einkunn er fullnægjandi… þ.e.a.s. ætti ég að taka prófið aftur á næsta ári ef ég fæ 7?

Takk fyrirfram, Buffi.