Er það bara mér sem finnst ótrúlega heimskulegt að flestir skólar eru hverfisskólar?

Eins og ég er úr Hafnarfirðinum og ætla að reyna að komast inní MH, vitandi að ég á ekki mikla möguleika bara því ég er ekki úr 105…

Ég stend mig alveg vel í námi og allt, og á val á framhaldsskóla eins og sagt er…

Samt á ég minni líkur að komast inní MH því ég er ekki úr 105 heldur en einhver úr 105 sem stendur sig kannski ótrúlega illa og er með lágar einkannir og lága skólasókn…


Mér finnst þetta útí hött!

Er það bara ég?

-Raskolnikov…
Eyes down, round and round, let's all sit and watch the moneygoround.